Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Sylvia "Good" Night og bleikar kanínur

Það var uppákoma í Blackpool í gær, þegar kynntar voru til sögunnar bleikar kanínur.

Be part of the next big thing to hit the UK's celebrities, the rich and famous! OCPRS is the first and ONLY company in the world to be licensed to breed and sell Orkney Celebrity Pink Rabbits. The rabbits come with birth certificate, diamante stud collar, carrier in the shape of a house, a small bag of food and they come washed, dressed and perfumed!

 

Það var kallað til blaðamannafundar og Íslandsvinurinn, Kerry Katona, sem leikur í auglýsingum Iceland stores hér í Englandi, og þrjár “bunnies” mættu til leiks, ásamt bleiku kanínunni, sem var nú fullhvít.  Þegar einn blaðamaðurinn spurði, hví kanínan væri svona hvít, svaraði Íslandsvinurinn því til, að hún myndi verða bleikari með aldrinum, en ein af “bunnies” greip þá fram í og tilkynnti að kanínan fæddist bleik. ???.  Tilkynnt var að “dýralæknir” væri á leiðinni, en hann hefði tafist í umferðinni og væri því seinn fyrir.  Þegar nafn hans var tilkynnt, þá spurði einn blaðamaðurinn hvort þetta væri ekki sami “dýralæknir” og hefði misst leyfið fyrir tveimur árum og nú var fátt um svör.  Rannsóknarblaðamennskan fór strax í gang á blaðamannafundinum og kom í ljós að eigandi OCPRS, var dæmdur fyrir fjársvik fyrir 3 árum síðan.  Og þá má segja að botninn hafi dottið úr blaðamannafundinum, en samt sem áður ekki, þar sem þetta fékk mun meiri umfjöllun vegna alls þessa. 

Einhvern veginn minnti markaðssetningin mig á Silvíu Nótt/Sylvia Night, en þó ekki.  Þegar Silvía kom fyrst fram á sjónarmiðið, þá töluðu margir um hana sem “raunverulega” persónu og hneyksluðust á uppátækjum hennar og persónugerð.  Sem sagt persónan var trúverðug, þrátt fyrir að vera öfgakennd, en þó umfram allt forvitnileg.   En nú, vita “allir á Íslandi” að Sylvia “Good” Night er tilbúin persóna, þannig að persónan verður að öllum líkindum næsta útrásarverkefni Íslendinga og er ekki tilvalið að byrja stórsóknina í “Las Vegas Norður-Evrópu”, Blackpool, þar sem enginn vafi er á, að Sylvia Night verði tekið fagnandi.  Ja, fyrst þeir trúa því, að til séu bleikar kanínur.

Svo skal böl bæta..........

Megas er mjög hagfræði þenkjandi (líkt og Steinn Steinarr), enda orti hann: 

“Launaþrællinn hnígur niður með ægilegan sting og lánskjaravísitalan hverfur út við sjóndeildarhring..............................”

“Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað, að svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað”

( Megas: Paradísarfuglinn-Svo skal böl bæta) 

Hvað ef bankarnir myndu ekki hækka vexti, þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína?  Það myndi ganga á hagnað bankanna, að einhverju leyti, en þar sem bankarnir fjármagna sig að mestu leyti á erlendum mörkuðum, ekki innlendum lánamarkaði, þá yrðu áhrifin á hagnaðinn mun minni en ella.  Seðlabankinn hefur fleiri stjórntæki til að knýja fram vaxtabreytingar á fjármálamarkaði, en teygni stjórntækjanna getur verið mismunandi og í flestum tilfellum hefur dregið úr áhrifamætti stjórntækjanna eftir því sem aðgangur á fjármálamarkaði varð opnari og auðveldari.  Hvað ef það væri virk samkeppni á innlenda markaðinum, í stað fákeppni?  Hvað ef bankarnir myndu hækka innlánsvexti sína, mun meira en útlánsvexti sína og þannig hvetja til aukins sparnaðar?  Hvað ef vaxtamunur (álagning) bankanna myndi minnka?  Já, hvað ef?  Ætli það gæti aðeins gerst í hagfræðilegum skáldskap Megasar?Hvað ef fyrirtæki, t.d. í matvælaverslun, myndu hækka verð og slá þeim tilgangi fram að með hækkuninni væru þau, að slá á þenslu í þjóðfélaginu?  Bankarnir geta auðvitað einfaldlega dregið úr útlánum, án þess að hækka vexti, eða hvað?  En er það ekki líkt og að segja þeim, að selja ekki sem mest, á sem hæsta verði?


mbl.is Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýpur og evran

Að gefnu tilefni, vegna samanburðar á Íslandi og Kýpur í umræðu um upptöku á EURO á Íslandi, þá er Kýpur í Evrópusambandinu og hefur verið þar síðan 2004.  Þau ríki sem hafa tekið upp EURO myntina eru, Belgía, Þýskaland, Grikkland, Spánn, Frakkland, Írland, Ítalía, Luxembourg, Holland, Austurríki, Portúgal, Finnland og nú síðast Slóvenía.  Öll þessi ríki eru í Evrópusambandinu.  Bæði Ísland og Kýpur eru eyjur og teljast til smáríkja (ef algeng viðmiðun á mannfjölda er notuð <1M), en samanburðurinn nær ekki lengra.
mbl.is Kýpur sækir um aðild að evrusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Com'on

Er niðurstaða Samfylkingarinnar í umhverfismálum, að fresta öllu saman?  Var þetta niðurstaða vinnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum, að það sé engin stefna?Þurfum við ekki stjórnmálamenn, sem taka af skarið, taka ákvarðanir og fylgja ákvörðunum sínum eftir, en ekki gera ekki neitt.   
mbl.is Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óðaverðbólga?

Er Sigurður að spá óðaverðbólgu á Íslandi?  Krónan hverfi?  Á hann við, að verðgildi krónunnar verði það lítið, að hún beinlínis hverfi.  Eitthvað þessu líkt, hefur svo sem skeð, þó ekki í Evrópuríki um mjög langt skeið.  Ef óðaverðbólga geysar, þá fellur verðgildi peninga hratt.  Fólk missir trúnna á gjaldmiðlinum og í sumum tilfellum, hættir að stunda viðskipti í innlenda gjaldmiðlinum og snýr sér að erlendum gjaldmiðli, t.d. dollar.  Jafnvel, getur þetta gengið svo langt, að launagreiðslur hætta í innlenda gjaldmiðlinum, nema hjá opinberum starfsmönnum, sem fá útborguð laun í verðlausum innlendum gjaldmiðli og auðvitað endar þetta með ósköpum.NEMA, Sigurður sé að tala um að ganga í Evrópusambandið, þá er auðvitað er hægt að skipta um gjaldmiðil og krónan hverfur. 
mbl.is Segir íslensku krónuna munu hverfa með tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styx

Ferjumaðurinn tekur ekki evrur.
mbl.is Írar með 378 milljónir evra undir koddanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengið sem hagstjórnartæki.

Auðvitað.  Davíð veit sínu viti.  Sjálfstæður gjaldmiðill.
mbl.is Davíð: Mesta furða hvað krónan hefur dugað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaaaaalt.

 Mikið svakalega er kalt hér í Englandi.  Þegar ég kom í skólann í morgun, þá var tilkynning frá vini mínum, sem er frá ríki við miðbaug, að hann aflýsi öllum kennslustundum í dag vegna veðurs.  Færi ekki út. 

Annars klæða Bretar sig aldrei eftir veðri, þeir klæða sig eftir árstíðum.  Oft verður maður vitni að því, að þeir léttklæðist um leið og dagatalið segir SUMAR, alveg sama hvernig veðrið er og þeir halda það út, allir í T-bol.

Talið er að veðurfarið kosti breska hagkerfið, allt að 55 milljörðum íslenskra króna.

mms://telegraph.wmod.llnwd.net/a689/o1/TELE_SNOW_NEW_08.wmv

 


Er Ísland best í heimi?

Af hverju "Er" og "?", var ekki búið að ganga frá þessu í bjórauglýsingu frá Thule?
mbl.is Er Ísland best í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjöf á krónunni?

 "Hann sagði að svo virtist, sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og geri upp og skrái sig í evrum eða annarri mynt."

Þetta þarf alls ekki að vera nein uppgjöf.  Þau fyrirtæki sem um ræðir eru útrásar fyrirtæki (bankar meðtaldir), sem hafa oft stærstan hluta tekna sinna í erlendri mynt.  Jafnframt, eru þau að selja hluti í sjálfum sér, á erlendum fjármálamörkuðum og fyrirtækin setja upp verðið á sjálfum sér í erlendri mynt, líkt og er gert þegar íslensk fyrirtæki selja vörur á erlendum markaði.  Með þessu móti minnka (eyða) þau gengisáhættu erlendra lánveitenda og fjárfesta.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband