Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lög um losun kolefna?

Bretland gæti orðið fyrsta ríkið í heimi, sem lögleiðir markmið um niðurskurð á losun kolefna.

Lagafrumvarpið er óvenjulegt að því leyti, að það er sjálfstæð nefnd, sem setur ríkistjórninni mörk á fimm ára fresti, um losun kolefna, með því megin markmiði að skera niður losun kolefna um 60% á næstu 40 árum.

Ef ríkistjórnir framtíðarinnar ná ekki að draga úr losun kolefna, þá er hægt að stefna þeim fyrir dómstóla.

Það er vel við hæfi að Bretland verði fyrsta ríkið til að setja slík lög um umhverfismál, þar sem iðnbyltingin hófst í Bretlandi fyrir nær 250 árum (Uppfinning Hargreaves á "The Spinning Jenny").

Bretar eru mjög meðvitaðir um umhverfismál og auðvitað er það svo, að ef metnaðarfullar áætlanir um niðurskurð á losun kolefna í andrúmsloftið eru viðhafðar, þá verður að nást víðtæk samstaða hjá öllum til að slíkt takist.

Það er vonandi að ríkisstjórnir annarra ríkja fylgi á eftir og setji sér markmið í niðurskurði á losun kolefna.


Com'on

Er niðurstaða Samfylkingarinnar í umhverfismálum, að fresta öllu saman?  Var þetta niðurstaða vinnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum, að það sé engin stefna?Þurfum við ekki stjórnmálamenn, sem taka af skarið, taka ákvarðanir og fylgja ákvörðunum sínum eftir, en ekki gera ekki neitt.   
mbl.is Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband