Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Viðskiptaþing: Evran og hvalveiðar

Ég rak augun, í fréttinni, á “upptaka evru þyrfti “”helst”” að fara fram samhliða inngöngu í Evrópusambandið”.  Helst!  Hvernig verður þetta gert öðruvísi, ef menn ætla að skipta um myntkerfi.  Ef menn er orðnir þreytir á heitinu “króna”, þá er hægt að tengja “krónuna” algjörlega við Evruna (EURO) og endurskíra krónuna, t.d. evra, en þá verða menn auðvitað að treysta stjórnmálamönnum, að þeir virði tenginguna og líti á hana sem órjúfanlega, hvað sem bjátar á í efnahagsmálum Íslands.En mikið innilega er ég sammála Erlendi, þegar kemur að hvalveiðum. 
mbl.is Segir ástand gengismála óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Evran

Sjá hér að neðan blogg um Ísland og Evruna.


mbl.is Álíka margir vilja evru og hafna henni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McDonald's hamborgaravísitalan

Hvað er vísitalan raunverulega að mæla?  Jú, hún mælir verð á þeim vörum, sem eru í hamborgaranum (kjöt, grænmeti, ostur) og t.d. launakostnað í veitingarekstri, skatta og gjöld.  Þannig að þetta er mun frekar samanburðar landbúnaðarvísitala, en raunhæf vísitala fyrir samanburðar verð á gjaldmiðli.  Auðvitað er tilgangurinn að bera saman “eins” vörur í mismunandi ríkjum, en fyrir Ísland verður þessi samanburður alltaf erfiður vegna þeirra innflutninghafta, sem eru á landbúnaðarvörur og þar af leiðandi þeirrar óeðlilegu verðmyndun, sem ríkir í greininni.
mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptafrelsi?

Samkvæmt alþjóðlegri könnun kom Ísland vel út þegar litið var til viðskiptafrelsis í samanburði við önnur ríki.  En er ekki viðskiptafrelsi, líka frjáls verðmyndun, þar sem ríkisvaldið og önnur hagsmunasamtök hafa ekki með beinum eða óbeinum hætti áhrif á verðmyndun á markaði.  Hvernig getur það verið “frelsi” ef tilteknar atvinnugreinar og tiltekin fyrirtæki, búa við eftirlit af þessu tagi.  Það má líka færa rök fyrir því, að hér sé verið að sverta ímynd tiltekinna fyrirtækja, með því að halda því fram að þau þurfi eftirlit í verðmyndun, þar sem annars ríki ekki “sanngirni” á markaði.  Ég held að fá fyrirtæki, en það fyrirtæki sem er leiðandi á þessum markaði, (Hagar í eigu Baugs Group), hafi sýnt aðra eins “sanngirni” í viðskiptasögu Íslendinga.
mbl.is Samhæfðar aðgerðir til að lækkun á matvælaverði skili sér til neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband