Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Lög um losun kolefna?
14.3.2007 | 10:14
Lagafrumvarpið er óvenjulegt að því leyti, að það er sjálfstæð nefnd, sem setur ríkistjórninni mörk á fimm ára fresti, um losun kolefna, með því megin markmiði að skera niður losun kolefna um 60% á næstu 40 árum.
Ef ríkistjórnir framtíðarinnar ná ekki að draga úr losun kolefna, þá er hægt að stefna þeim fyrir dómstóla.
Það er vel við hæfi að Bretland verði fyrsta ríkið til að setja slík lög um umhverfismál, þar sem iðnbyltingin hófst í Bretlandi fyrir nær 250 árum (Uppfinning Hargreaves á "The Spinning Jenny").
Bretar eru mjög meðvitaðir um umhverfismál og auðvitað er það svo, að ef metnaðarfullar áætlanir um niðurskurð á losun kolefna í andrúmsloftið eru viðhafðar, þá verður að nást víðtæk samstaða hjá öllum til að slíkt takist.
Það er vonandi að ríkisstjórnir annarra ríkja fylgi á eftir og setji sér markmið í niðurskurði á losun kolefna.
Golf greining
12.3.2007 | 16:52
PGA European Tour er á leið til Austurlanda fjær, en mun ekki stoppa í N-Kóreu og er það miður, því þar býr einn fremsti golfari heims, að eigin sögn, Kim Jong-il. Kim fór hringinn á Pyongyang golfvellinum á 38 undir pari. Í fylgd lífvarða sinna, sem skrifuðu upp á skor-kortið, þá náði hann erni strax á fyrstu holu. Hann náði ás á næstu holu, þann fyrsta af 5, og þegar honum var tilkynnt að hann hefði slegið metið um 25 högg, þá tilkynnti hann, að hann leggði golfkylfuna á hilluna og sagðist þurfa meiri og erfiðari áskoranir, bæði andlega og líkamlega.
Líkingin er íslenska hagkerfið og greiningardeildir bankanna, þar sem íslenska hagkerfið er Kim Jong-il og greiningardeildir bankanna lífverðirnir.
Ég er áskrifandi að fréttabréfum greiningadeildanna, sem eru mér að kostnaðalausu og ég er mjög þakklátur fyrir það, en það er eins og þau séu öll skrifuð af sama aðilanum, sem lofar hagkerfið og telur áhyggjur af stöðu mála ávallt ofmetnar. Samkvæmt greiningadeildunum, er það venjulega svo, að útlendingar skilji ekki íslenska hagkerfið og þar af leiðandi sé lítið mark takandi á gagnrýni á íslenska hagkerfið af utanaðkomandi greiningardeildum. Þó svo að "visst" ójafnvægi sé í hagkerfinu, þá sé það ekkert til að hafa of miklar áhyggjur af, skuldir séu ofmetnar og eignir vanmetnar?? Oft finnst mér þetta tal greiningadeildanna sýna litla skynsemi og reynslu. Greiningadeildirnar hafa nú a.m.k þrisvar sinnum á síðastliðnum þremur mánuðum, spáð of lítilli hækkun verðlags, en virðast samt ekki gera tilraun til að leiðrétta þessa spáskekkju í verðbólgu líkönum sínum.
Viðskipti og efnahagsmál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)