Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Ísland og Evran

Umræðan á Íslandi um evruna hefur tekið á sig ýmis form.  Meðal annars mátti sjá, að pólítíkusar töluðu um að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið.  Sem sagt, að skipta um gjaldmiðil, skipta íslenskum krónum yfir í evrur.  En hver átti að sitja upp með krónurnar?  Verðlausar krónur?  Ef Seðlabankinn átti að sjá um skiptin, myndi það kosta óhemju fjár, þar sem hann yrði að kaupa evrur á fullu verði, þar sem Seðlabankinn getur ekki prentað evrur, en hann getur prentað krónur og kostnaður við þá prentun er einungis prentkostnaðurinn.  Átti að senda menn út af örkinni til að selja krónur og kaupa evrur, í útlöndum og þar með láta þá sem keyptu, sitja uppi með sárt ennið?  Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndi auðvitað Evrópusambandið sjá um skiptin, en kostnaður þess af skiptunum yrði vitaskuld aðeins prentkostnaðurinn.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband