Lög um losun kolefna?
14.3.2007 | 10:14
Lagafrumvarpið er óvenjulegt að því leyti, að það er sjálfstæð nefnd, sem setur ríkistjórninni mörk á fimm ára fresti, um losun kolefna, með því megin markmiði að skera niður losun kolefna um 60% á næstu 40 árum.
Ef ríkistjórnir framtíðarinnar ná ekki að draga úr losun kolefna, þá er hægt að stefna þeim fyrir dómstóla.
Það er vel við hæfi að Bretland verði fyrsta ríkið til að setja slík lög um umhverfismál, þar sem iðnbyltingin hófst í Bretlandi fyrir nær 250 árum (Uppfinning Hargreaves á "The Spinning Jenny").
Bretar eru mjög meðvitaðir um umhverfismál og auðvitað er það svo, að ef metnaðarfullar áætlanir um niðurskurð á losun kolefna í andrúmsloftið eru viðhafðar, þá verður að nást víðtæk samstaða hjá öllum til að slíkt takist.
Það er vonandi að ríkisstjórnir annarra ríkja fylgi á eftir og setji sér markmið í niðurskurði á losun kolefna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Sæll Snorri,
Gaman að sjá einhver kunningleg andlit hér í bloggheimum.
Hvað eigum við að gera við alríkísstjórnina í USA. Eigum við að stefna þeim fyrir dómstóla ef þeir gera ekkert í sínum málum.
Birgir Guðjónsson, 18.3.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.