Com'on
13.2.2007 | 11:39
Er niðurstaða Samfylkingarinnar í umhverfismálum, að fresta öllu saman? Var þetta niðurstaða vinnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum, að það sé engin stefna?Þurfum við ekki stjórnmálamenn, sem taka af skarið, taka ákvarðanir og fylgja ákvörðunum sínum eftir, en ekki gera ekki neitt.
Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Spurningin er hvaða upplýsingar þurfa að vera til staðar til að unnt sé að ráðast í framkvæmdir á hinum ýmsu svæðum. Eru þær upplýsingar til? Ég er hræddur um að svo sé ekki.
Sigurður Ásbjörnsson, 13.2.2007 kl. 11:52
Þetta hefur ekkert með (ál)framkvæmdir að gera, heldur að það sé einhver stefna í umhverfismálum. Hvað þýðir að fresta? Við vitum að ef fótboltaleik er frestað, þá þýðir það að hann er spilaður seinna. Er þá Samfylkingin fylgjandi frekari (ál)framkvæmdum?
Snorri Snorrason, 13.2.2007 kl. 12:02
Samfylkingin er mjög ráðvilltur ,,stjórnmálaflokkur" enda samsuðu úr mörgum
flokkum og flokksbrotum. Það er helst í Evrópumálum sem ber fyrir einhverri
stefnu, þ.e.a.s að Íslendingar afsali sér mest öllu fullveldi og sjálfstæði og
gangi Brusselvaldinu á hönd.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.2.2007 kl. 15:29
Það eru engir lausir endar varðandi Stækkun í Straumsvík. Ekkert minnst á Hellisheiði eða Þjórsá í Fagra Íslandi. Borðleggjandi framkvæmd. Liður í lausn gróðurhúsavandans. Með umhverfisvænustu álverum til framtíðar. Grænt álver.
Afstaða Samfylkingar illskiljanleg.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.