Óðaverðbólga?
10.2.2007 | 08:55
Er Sigurður að spá óðaverðbólgu á Íslandi? Krónan hverfi? Á hann við, að verðgildi krónunnar verði það lítið, að hún beinlínis hverfi. Eitthvað þessu líkt, hefur svo sem skeð, þó ekki í Evrópuríki um mjög langt skeið. Ef óðaverðbólga geysar, þá fellur verðgildi peninga hratt. Fólk missir trúnna á gjaldmiðlinum og í sumum tilfellum, hættir að stunda viðskipti í innlenda gjaldmiðlinum og snýr sér að erlendum gjaldmiðli, t.d. dollar. Jafnvel, getur þetta gengið svo langt, að launagreiðslur hætta í innlenda gjaldmiðlinum, nema hjá opinberum starfsmönnum, sem fá útborguð laun í verðlausum innlendum gjaldmiðli og auðvitað endar þetta með ósköpum.NEMA, Sigurður sé að tala um að ganga í Evrópusambandið, þá er auðvitað er hægt að skipta um gjaldmiðil og krónan hverfur.
Segir íslensku krónuna munu hverfa með tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og efnahagsmál | Breytt 12.2.2007 kl. 08:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.