Kaaaaalt.
8.2.2007 | 13:41
Mikið svakalega er kalt hér í Englandi. Þegar ég kom í skólann í morgun, þá var tilkynning frá vini mínum, sem er frá ríki við miðbaug, að hann aflýsi öllum kennslustundum í dag vegna veðurs. Færi ekki út.
Annars klæða Bretar sig aldrei eftir veðri, þeir klæða sig eftir árstíðum. Oft verður maður vitni að því, að þeir léttklæðist um leið og dagatalið segir SUMAR, alveg sama hvernig veðrið er og þeir halda það út, allir í T-bol.
Talið er að veðurfarið kosti breska hagkerfið, allt að 55 milljörðum íslenskra króna.
mms://telegraph.wmod.llnwd.net/a689/o1/TELE_SNOW_NEW_08.wmv
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og efnahagsmál | Breytt 12.2.2007 kl. 08:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.