Uppgjöf á krónunni?
7.2.2007 | 15:45
"Hann sagði að svo virtist, sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og geri upp og skrái sig í evrum eða annarri mynt."
Þetta þarf alls ekki að vera nein uppgjöf. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru útrásar fyrirtæki (bankar meðtaldir), sem hafa oft stærstan hluta tekna sinna í erlendri mynt. Jafnframt, eru þau að selja hluti í sjálfum sér, á erlendum fjármálamörkuðum og fyrirtækin setja upp verðið á sjálfum sér í erlendri mynt, líkt og er gert þegar íslensk fyrirtæki selja vörur á erlendum markaði. Með þessu móti minnka (eyða) þau gengisáhættu erlendra lánveitenda og fjárfesta.
Meginflokkur: Viðskipti og efnahagsmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 08:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.