Viðskiptaþing: Evran og hvalveiðar
7.2.2007 | 14:31
Ég rak augun, í fréttinni, á upptaka evru þyrfti helst að fara fram samhliða inngöngu í Evrópusambandið. Helst! Hvernig verður þetta gert öðruvísi, ef menn ætla að skipta um myntkerfi. Ef menn er orðnir þreytir á heitinu króna, þá er hægt að tengja krónuna algjörlega við Evruna (EURO) og endurskíra krónuna, t.d. evra, en þá verða menn auðvitað að treysta stjórnmálamönnum, að þeir virði tenginguna og líti á hana sem órjúfanlega, hvað sem bjátar á í efnahagsmálum Íslands.En mikið innilega er ég sammála Erlendi, þegar kemur að hvalveiðum.
Segir ástand gengismála óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og efnahagsmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 08:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég er aftur á móti ósammála Erlendi um hvalveiðarnar, Snorri. Og athugaðu þetta: Við skulum ekki gleypa við þeim yfirlýsingum fulltrúa sumra atvinnugreina, að skaðsemin eða tekjutapið, sem sumir útflutningsatvinnuvegir okkar, stórfyrirtæki eða ferðaþjónustan verða fyrir vegna hvalveiðanna, megi ekki vega upp þann hag sem við gætum haft að þessum hvalveiðum. Þetta er ekki raunveruleg ástæða þeirra, sem yfirlýsingarnar gefa, því að þeim nægir að missa smáspón úr aski sínum af völdum hvalveiði-mótmælanna, þ.e. örlítið brotabrot af tekjum sínum, til að hafa að eigin mati fulla ástæðu til að beita sér gegn hvalveiðum. En þessi afstaða þeirra er einfaldlega sjálfhverf og eigingjörn. Þeir eru ekki að hugsa um þjóðarhag í þessu tilliti, né heldur eru þeir fulltrúar hagsmuna þjóðarinnar, heldur eigin hagsmuna. Skoðum yfirlýsingar þeirra í því ljósi.
Jón Valur Jensson, 8.2.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.