McDonald's hamborgaravísitalan
3.2.2007 | 11:21
Hvað er vísitalan raunverulega að mæla? Jú, hún mælir verð á þeim vörum, sem eru í hamborgaranum (kjöt, grænmeti, ostur) og t.d. launakostnað í veitingarekstri, skatta og gjöld. Þannig að þetta er mun frekar samanburðar landbúnaðarvísitala, en raunhæf vísitala fyrir samanburðar verð á gjaldmiðli. Auðvitað er tilgangurinn að bera saman eins vörur í mismunandi ríkjum, en fyrir Ísland verður þessi samanburður alltaf erfiður vegna þeirra innflutninghafta, sem eru á landbúnaðarvörur og þar af leiðandi þeirrar óeðlilegu verðmyndun, sem ríkir í greininni.
![]() |
Ofmetnasti gjaldmiðillinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og efnahagsmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 08:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.