Viðskiptafrelsi?
2.2.2007 | 14:02
Samkvæmt alþjóðlegri könnun kom Ísland vel út þegar litið var til viðskiptafrelsis í samanburði við önnur ríki. En er ekki viðskiptafrelsi, líka frjáls verðmyndun, þar sem ríkisvaldið og önnur hagsmunasamtök hafa ekki með beinum eða óbeinum hætti áhrif á verðmyndun á markaði. Hvernig getur það verið frelsi ef tilteknar atvinnugreinar og tiltekin fyrirtæki, búa við eftirlit af þessu tagi. Það má líka færa rök fyrir því, að hér sé verið að sverta ímynd tiltekinna fyrirtækja, með því að halda því fram að þau þurfi eftirlit í verðmyndun, þar sem annars ríki ekki sanngirni á markaði. Ég held að fá fyrirtæki, en það fyrirtæki sem er leiðandi á þessum markaði, (Hagar í eigu Baugs Group), hafi sýnt aðra eins sanngirni í viðskiptasögu Íslendinga.
Samhæfðar aðgerðir til að lækkun á matvælaverði skili sér til neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og efnahagsmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.2.2007 kl. 08:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.