Færsluflokkur: Dægurmál
Sylvia "Good" Night og bleikar kanínur
16.2.2007 | 11:40
Það var uppákoma í Blackpool í gær, þegar kynntar voru til sögunnar bleikar kanínur.
Be part of the next big thing to hit the UK's celebrities, the rich and famous! OCPRS is the first and ONLY company in the world to be licensed to breed and sell Orkney Celebrity Pink Rabbits. The rabbits come with birth certificate, diamante stud collar, carrier in the shape of a house, a small bag of food and they come washed, dressed and perfumed!
Það var kallað til blaðamannafundar og Íslandsvinurinn, Kerry Katona, sem leikur í auglýsingum Iceland stores hér í Englandi, og þrjár bunnies mættu til leiks, ásamt bleiku kanínunni, sem var nú fullhvít. Þegar einn blaðamaðurinn spurði, hví kanínan væri svona hvít, svaraði Íslandsvinurinn því til, að hún myndi verða bleikari með aldrinum, en ein af bunnies greip þá fram í og tilkynnti að kanínan fæddist bleik. ???. Tilkynnt var að dýralæknir væri á leiðinni, en hann hefði tafist í umferðinni og væri því seinn fyrir. Þegar nafn hans var tilkynnt, þá spurði einn blaðamaðurinn hvort þetta væri ekki sami dýralæknir og hefði misst leyfið fyrir tveimur árum og nú var fátt um svör. Rannsóknarblaðamennskan fór strax í gang á blaðamannafundinum og kom í ljós að eigandi OCPRS, var dæmdur fyrir fjársvik fyrir 3 árum síðan. Og þá má segja að botninn hafi dottið úr blaðamannafundinum, en samt sem áður ekki, þar sem þetta fékk mun meiri umfjöllun vegna alls þessa.
Einhvern veginn minnti markaðssetningin mig á Silvíu Nótt/Sylvia Night, en þó ekki. Þegar Silvía kom fyrst fram á sjónarmiðið, þá töluðu margir um hana sem raunverulega persónu og hneyksluðust á uppátækjum hennar og persónugerð. Sem sagt persónan var trúverðug, þrátt fyrir að vera öfgakennd, en þó umfram allt forvitnileg. En nú, vita allir á Íslandi að Sylvia Good Night er tilbúin persóna, þannig að persónan verður að öllum líkindum næsta útrásarverkefni Íslendinga og er ekki tilvalið að byrja stórsóknina í Las Vegas Norður-Evrópu, Blackpool, þar sem enginn vafi er á, að Sylvia Night verði tekið fagnandi. Ja, fyrst þeir trúa því, að til séu bleikar kanínur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Styx
9.2.2007 | 14:02
Írar með 378 milljónir evra undir koddanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 12.2.2007 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaaaaalt.
8.2.2007 | 13:41
Mikið svakalega er kalt hér í Englandi. Þegar ég kom í skólann í morgun, þá var tilkynning frá vini mínum, sem er frá ríki við miðbaug, að hann aflýsi öllum kennslustundum í dag vegna veðurs. Færi ekki út.
Annars klæða Bretar sig aldrei eftir veðri, þeir klæða sig eftir árstíðum. Oft verður maður vitni að því, að þeir léttklæðist um leið og dagatalið segir SUMAR, alveg sama hvernig veðrið er og þeir halda það út, allir í T-bol.
Talið er að veðurfarið kosti breska hagkerfið, allt að 55 milljörðum íslenskra króna.
mms://telegraph.wmod.llnwd.net/a689/o1/TELE_SNOW_NEW_08.wmv
Dægurmál | Breytt 12.2.2007 kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)