Færsluflokkur: Ljóð
Svo skal böl bæta..........
15.2.2007 | 13:43
Megas er mjög hagfræði þenkjandi (líkt og Steinn Steinarr), enda orti hann:
Launaþrællinn hnígur niður með ægilegan sting og lánskjaravísitalan hverfur út við sjóndeildarhring..............................
Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað, að svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað
( Megas: Paradísarfuglinn-Svo skal böl bæta)
Hvað ef bankarnir myndu ekki hækka vexti, þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína? Það myndi ganga á hagnað bankanna, að einhverju leyti, en þar sem bankarnir fjármagna sig að mestu leyti á erlendum mörkuðum, ekki innlendum lánamarkaði, þá yrðu áhrifin á hagnaðinn mun minni en ella. Seðlabankinn hefur fleiri stjórntæki til að knýja fram vaxtabreytingar á fjármálamarkaði, en teygni stjórntækjanna getur verið mismunandi og í flestum tilfellum hefur dregið úr áhrifamætti stjórntækjanna eftir því sem aðgangur á fjármálamarkaði varð opnari og auðveldari. Hvað ef það væri virk samkeppni á innlenda markaðinum, í stað fákeppni? Hvað ef bankarnir myndu hækka innlánsvexti sína, mun meira en útlánsvexti sína og þannig hvetja til aukins sparnaðar? Hvað ef vaxtamunur (álagning) bankanna myndi minnka? Já, hvað ef? Ætli það gæti aðeins gerst í hagfræðilegum skáldskap Megasar?Hvað ef fyrirtæki, t.d. í matvælaverslun, myndu hækka verð og slá þeim tilgangi fram að með hækkuninni væru þau, að slá á þenslu í þjóðfélaginu? Bankarnir geta auðvitað einfaldlega dregið úr útlánum, án þess að hækka vexti, eða hvað? En er það ekki líkt og að segja þeim, að selja ekki sem mest, á sem hæsta verði?
Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)