Færsluflokkur: Viðskipti og efnahagsmál

Ísland og Evran

Sjá hér að neðan blogg um Ísland og Evruna.


mbl.is Álíka margir vilja evru og hafna henni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McDonald's hamborgaravísitalan

Hvað er vísitalan raunverulega að mæla?  Jú, hún mælir verð á þeim vörum, sem eru í hamborgaranum (kjöt, grænmeti, ostur) og t.d. launakostnað í veitingarekstri, skatta og gjöld.  Þannig að þetta er mun frekar samanburðar landbúnaðarvísitala, en raunhæf vísitala fyrir samanburðar verð á gjaldmiðli.  Auðvitað er tilgangurinn að bera saman “eins” vörur í mismunandi ríkjum, en fyrir Ísland verður þessi samanburður alltaf erfiður vegna þeirra innflutninghafta, sem eru á landbúnaðarvörur og þar af leiðandi þeirrar óeðlilegu verðmyndun, sem ríkir í greininni.
mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptafrelsi?

Samkvæmt alþjóðlegri könnun kom Ísland vel út þegar litið var til viðskiptafrelsis í samanburði við önnur ríki.  En er ekki viðskiptafrelsi, líka frjáls verðmyndun, þar sem ríkisvaldið og önnur hagsmunasamtök hafa ekki með beinum eða óbeinum hætti áhrif á verðmyndun á markaði.  Hvernig getur það verið “frelsi” ef tilteknar atvinnugreinar og tiltekin fyrirtæki, búa við eftirlit af þessu tagi.  Það má líka færa rök fyrir því, að hér sé verið að sverta ímynd tiltekinna fyrirtækja, með því að halda því fram að þau þurfi eftirlit í verðmyndun, þar sem annars ríki ekki “sanngirni” á markaði.  Ég held að fá fyrirtæki, en það fyrirtæki sem er leiðandi á þessum markaði, (Hagar í eigu Baugs Group), hafi sýnt aðra eins “sanngirni” í viðskiptasögu Íslendinga.
mbl.is Samhæfðar aðgerðir til að lækkun á matvælaverði skili sér til neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Evran

Umræðan á Íslandi um evruna hefur tekið á sig ýmis form.  Meðal annars mátti sjá, að pólítíkusar töluðu um að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið.  Sem sagt, að skipta um gjaldmiðil, skipta íslenskum krónum yfir í evrur.  En hver átti að sitja upp með krónurnar?  Verðlausar krónur?  Ef Seðlabankinn átti að sjá um skiptin, myndi það kosta óhemju fjár, þar sem hann yrði að kaupa evrur á fullu verði, þar sem Seðlabankinn getur ekki prentað evrur, en hann getur prentað krónur og kostnaður við þá prentun er einungis prentkostnaðurinn.  Átti að senda menn út af örkinni til að selja krónur og kaupa evrur, í útlöndum og þar með láta þá sem keyptu, sitja uppi með sárt ennið?  Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndi auðvitað Evrópusambandið sjá um skiptin, en kostnaður þess af skiptunum yrði vitaskuld aðeins prentkostnaðurinn.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband